Möguleg aðild Úkraínu að ESB komi Rússum ekki við

Þetta kom fram í ræðu Pútín á ráðstefnu í Sankti …
Þetta kom fram í ræðu Pútín á ráðstefnu í Sankti Pétursborg. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ekki hafa neitt út á það að setja þó Úkraína ákveði að ganga í Evrópusambandið. 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur lýst yfir stuðningi við um­sókn Úkraínu­manna að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB). Öll ESB-rík­in 27 verða að samþykkja um­sókn­ina til að landið fái inn­göngu og ferlið getur tekið nokkur ár.

„Þetta er bara þeirra mál“

Pútín lýsti viðhorfi Rússlands til mögulegrar aðildar Úkraínu að Evrópusambandinu í ræðu sinni á alþjóðaviðskiptaráðstefnu í Sankti Péturborg í dag.

„Við höfum ekkert á móti því. Þetta er þeirra ákvörðun sem fullvalda ríki, hvaða efnahagssambönd þau ganga inn í. Þetta er bara þeirra mál, mál úkraínsku þjóðarinnar.“

Hann segir öðru máli gegna um aðild að Atlantshafsbandalaginu, enda sé það hernaðarbandalag. 

Er það þó skoðun Pútín, að eigin sögn, að Evrópusambandið yrði að nýlendu vestrænna ríkja, fari svo að Úkraína gangi í það.

mbl.is

Bloggað um fréttina