Styður umsókn Úkraínu

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir stuðningi við umsókn Úkraínumanna að Evrópusambandinu (ESB). Öll ESB-ríkin 27 verða að samþykkja umsóknina til að landið fái inngöngu.

Það gæti hins vegar tekið nokkur ár fyrir landið að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið áður en það getur gerst fullgildur aðili að því.

Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu sóttu Kænugarð heim í gær og lýstu þar yfir stuðningi við umsókn Úkraínu að ESB.

Málið verður tekið til umræðu á leiðtogafundi ESB í Brussel í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert