Hitabylgja herjar á meginland Evrópu

Við Eiffel-turninn í París í Frakklandi.
Við Eiffel-turninn í París í Frakklandi. AFP

Hitabylgja herjar nú á Spán, Frakkland og önnur ríki Evrópu og hafa skógareldar víðsvegar um meginlandið kviknað sökum þeirra þurrka sem hitinn hefur í för með sér. Áhyggjur eru uppi um að slíkar hitabylgjur verða tíðari sökum hnattrænnar hlýnunar.

Áhyggjur eru uppi um að slíkar hitabylgjur verða tíðari sökum hnattrænnar hlýnunar.

„Sökum hnattrænnar hlýnunar má búast við hitabylgjum fyrr á árinu,“ sagði Clare Nullis, talskona fyrir Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WMO).

„Það sem við erum að sjá í dag er því miður einungis forsmekkur þess sem síðar verður“

Skógareldar í Genille, Frakklandi.
Skógareldar í Genille, Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert