Stærsti ferskvatnsfiskur sem skráður hefur verið

Skatan er engin smásmíði.
Skatan er engin smásmíði. AFP

Kambódískur veiðimaður í ánni Mekong veiddi í síðustu viku stærsta ferskvatnsfisk sem vísindamenn hafa skráð stærð á. Fiskurinn sem um ræðir er stingskata. Hún vegur um 300 kíló og er fjögurra metra löng. Henni hefur verið sleppt aftur út í ána en fylgst verður með henni áfram. 

AFP

Skatan slær með þessu met 293 kílóa leirgeddu sem var veidd í Taílandi árið 2005.

„Síðan við hófum rannsóknir á risafiskum í ám og lækjum í sex heimsálfum er þetta stærsti ferskvatnsfiskur sem við höfum séð eða hefur verið skráður nokkurs staðar í heiminum,“ sagði Zeb Hogan, líffræðingur sem leiðir verkefnið Undur Mekong í yfirlýsingu í morgun. „Þetta er mögnuð uppgötvun.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert