Yfir þúsund fundist látnir

Viðbragðsaðilar að störfum eftir jarðskjálftann.
Viðbragðsaðilar að störfum eftir jarðskjálftann. AFP

Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem skók Afganistan í nótt.

„Talan er að hækka,“ sagði Mohamad Amin Huzaifa, yfirmaður upplýsinga- og menningardeildar héraðsins Paktika, sem fór einna verst út úr skjálftanum.

Hann bætti við að viðbragðsaðilar væru að leita að fólki í rústum bygginga í óða önn.

Skjálftinn mældist 5,9 að stærð. Fyrr í morgun greindu yfirvöld í Afganistan frá því að 600 manns hefðu slasast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert