Býst við „sögulegri“ ákvörðun í dag

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AFP

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (ESB), sagði að hann búist við því að leiðtogar innan sambandsins muni í dag taka „sögulega“ ákvörðun um að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja að sambandinu.

Fundað er um málið innan ESB í dag.

Norður-Makedónía hefur beðið í 17 ár

Ekki eru allir á sama máli um það en m.a. sagði Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, að Úkraínumenn ættu ekki að „gera sér neinar grillur“ um að fá þá stöðu. Hann fagnaði því þó að möguleiki væri á að ríkið myndi fá stöðu umsóknarríkis um leið og hann vakti athygli á því að önnur ríki hafi beðið lengur eftir slíkri stöðu. 

„Norður-Makedónía hefur beðið í 17 ár ef mér telst rétt til, Albanía í átta,“ sagði Rama. 

„Það er gott og gilt að gefa Úkraínu þessa stöðu en ég vona að Úkraínumenn muni ekki gera sér neinar grillur.“

Michel sagði fyrir fundinn sem hófst í morgun að um sé að ræða „úrslitastund fyrir Evrópusambandið.“

„Ég treysti því að við munum veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í dag.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert