„Fólk grefur gröf eftir gröf“

Stúlka gengur fram hjá eyðilögðum húsum sem skemmdust í skjálftanum.
Stúlka gengur fram hjá eyðilögðum húsum sem skemmdust í skjálftanum. AFP

Örvæntingarfullir viðbragðsaðilar í Afganistan börðust við klukkuna í morgun í grenjandi rigningu til þess að draga upp þá sem komust lífs af eftir jarðskjálfta að stærð 5,9 sem varð í gær. Fleiri en 1.000 létust vegna hans.

Skjálftinn varð í austurhluta landsins. 

„Fólk grefur gröf eftir gröf,“ sagði Mohammad Amin Huziafa, yfirmaður upplýsinga- og menningarmála í Patika-héraði, þar sem skjálftinn reið yfir.

Hann sagði að fleiri en 1.500 hefðu særst, margir lífshættulega.

„Fólk er enn fast undir rústunum,“ sagði Huziafa við blaðamenn.

Sameinuðu þjóðirnar ætla að senda hjálp á svæðið: teymi heilbrigðisstarfsfólks, birgðir af lyfjum mat og fleiru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert