„Árás“ á landhelgi Spánar

Forsætisráðherra Spánar segir að áhlaup fólks frá Marokkó, á landamæri spænsku borgarinnar Melilla í gær, hafi verið „árás“ á landhelgi Spánar.

Að minnsta kosti 23 Afríkubúar létust þegar um tvö þúsund manns gerðu atlögu að landamærunum snemma að morgni föstudags.

Fleiri en fimm hundruð þeirra komust inn á landamæragæslusvæði eftir að hafa klippt gat á girðingu, að því er yfirvöld í Melilla segja í yfirlýsingu.

mbl.is