Flestir flóttamenn miðað við höfðatölu

Búinn að vera í Moldavíu í fimmtán daga, með móður …
Búinn að vera í Moldavíu í fimmtán daga, með móður sinni og þremur systkinum, á heimili fyrir flóttafólk í Kisínev höfuðborg landsins. Páll Stefánsson

Fimm hundruð þúsundasti flóttamaðurinn kom frá Úkraínu til Moldóvu 17. júní. Nú er fjöldinn kominn upp í rúmlega 507 þúsund. Eitt þúsund manns bætast við á dag. Moldóva er fátækt land, en þar hefur flóttamönnunum engu að síður verið tekið opnum örmum. 2,6 milljónir manna búa í landinu og er því líkt og íbúum hafi fjölgað um fimmtung frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur lítið fari fyrir Moldóvu í fréttum þar til í vikunni þegar Evrópusambandið ákvað að landið fengi stöðu umsóknarlands um aðild að ESB. Páll Stefánsson ljósmyndari var á ferð í Moldóvu og birtist frásögn hans af ferðinni ásamt myndum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hér á eftir fer brot úr frásögninni.

Þessar mæðgur frá Úkraínu bíða ásamt Johnny Depp eftir rútu …
Þessar mæðgur frá Úkraínu bíða ásamt Johnny Depp eftir rútu til Rúmeníu og komast vonandi áfram vestar í álfuna. Páll Stefánsson

Daniela Seuciuk er framkvæmdastjóri Rauða kross Moldóvu. „Merkilegt,“ segir Daniela og horfir á tölvuskjáinn, „Á morgun, 17. júní, kemur 500 þúsundasti flóttamaðurinn frá Úkraínu yfir til okkar. Í dag vantar rétt rúmlega tvö hundruð einstaklinga upp á að ná hálfri milljón. Við eigum allavega eitt met, flestir flóttamenn komnir inn til landsins miðað við höfðatölu. Um 95% flóttamannanna sem hingað hafa komið eru konur og börn. Annað sem Moldóvar hafa gert vel, betur en flestar þjóðir: Það eru hvorki fleiri né færri en 40 þúsund fjölskyldur sem hafa opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum og boðið þeim að búa hjá sér. Já, þjóðin hefur tekið Úkraínumönnum opnum örmum, enda liggja öll suður- og austurlandamæri Moldóvu að Úkraínu.“

Hvað setur maður í töskuna, þegar maður flýr land.
Hvað setur maður í töskuna, þegar maður flýr land. Páll Stefánsson

Moldóva, sem er þriðjungur af stærð Íslands, liggur semsagt á milli Úkraínu og Rúmeníu. Landið var áður austasta hérað Rúmeníu. Landið var hertekið af Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni og síðan innlimað. Sovétmenn fluttu fjölda fólks til landsins og í dag eru um 40% íbúa Moldóvu rússneskumælandi.

Flóttamannamet á alþjóðadegi flóttamanna

„Það er óvenju rólegt í dag,“ segir Nurs frá Tadsíkistan, yfirmaður á stærstu móttökustöð flóttamanna í Moldóvu. Stöðin er við landamæri Úkraínu, í þorpinu Palanca sem er syðst í landinu, 175 km suður af Kisínev. Þaðan eru aðeins rúmir 40 km til Ódessu, þriðju stærstu og auðugustu borgar Úkraínu. „Það var straumur snemma í nótt, en nú er rólegt. Stríðið er búið að standa í yfir í rúmlega hundrað daga. Flestir sem vildu eða gátu farið frá Úkraínu eru komnir yfir. En þetta lítur ekki vel út. Þetta stríð virðist ætla að dragast á langinn. Það er enn mikill baráttuandi hjá Úkraínumönnum, þrátt fyrir linnulausar stórskotaárásir Rússa, sem virðast skjóta jafnt á hermenn sem og almenna borgara. Það er svo sorglegt að á morgun, 20. júní, sem er opinber alþjóðadagur flóttamanna, fer í fyrsta skipti í sögunni, á þessum degi, fjöldi þeirra yfir 100 milljónir í heiminum. Bara í þessu stríði, sem hefur staðið síðan 24. febrúar,“ segir Nurs og horfir yfir til Úkraínu, „hafa bæst við 15 milljónir flóttamanna. Þar af hafa tæplega átta milljónir Úkraínumanna flúið land. Hinir eru á flótta innanlands.“

Greinina alla eftir Pál Stefánsson er að finna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Landslagið á landamærum Úkraínu og Moldavíu í suðaustur hluta Moldavíu. …
Landslagið á landamærum Úkraínu og Moldavíu í suðaustur hluta Moldavíu. Tréð er Úkraínumegin. Páll Stefánsson
Starfsstöðvar hjálparsamtaka í Palanca, á landamærum Moldavíu og Úkraínu.
Starfsstöðvar hjálparsamtaka í Palanca, á landamærum Moldavíu og Úkraínu. Páll Stefánsson
Þessi bílstjóri (hún skrifaði nafið sitt ólæsilega) var að koma …
Þessi bílstjóri (hún skrifaði nafið sitt ólæsilega) var að koma úr sinni sjöttu ferð að sækja flóttafólk yfir til Úkraínu. Það er skylda okkar að hjálpa þessu fólki. Hrædd, nei. Páll Stefánsson
Ung Úkranísk stelpa, í almenningsgarði rétt hjá rútustöð 3 í …
Ung Úkranísk stelpa, í almenningsgarði rétt hjá rútustöð 3 í útjaðri Kisínev. Páll Stefánsson
Þessi kona sat fyrir utan kirkjuna í þorpinu Capriana, en …
Þessi kona sat fyrir utan kirkjuna í þorpinu Capriana, en þar fór fram guðsþjónusta til blessunar fyrir Úkraínu. Páll Stefánsson
Matartjald Flóttamannnahjálpar S.Þ. í Palanca, á landamærum Moldavíu og Úkraínu.
Matartjald Flóttamannnahjálpar S.Þ. í Palanca, á landamærum Moldavíu og Úkraínu. Páll Stefánsson
Ostasölukona á götuhorni í Kisínev.
Ostasölukona á götuhorni í Kisínev. Páll Stefánsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert