Rússar ná tökum á Severódónetsk

Íbúar hafa þurft að þola linnulausar árásir síðastliðnar vikur.
Íbúar hafa þurft að þola linnulausar árásir síðastliðnar vikur. AFP/Aris Messinis

Rússar hafa náð fullri stjórn á úkraínsku borginni Severódónetsk, sem staðsett er í austurhluta Úkraínu, að sögn borgarstjóra borgarinnar, Oleksandr Striuk. Sprengjur og skothríðar hafa dunið á borginni vikum saman.  

Létu 800 óbreytta borgara yfirgefa Azot

„Borgin er nú á fullu valdi Rússa,“ sagði Striuk. Úkraínski herinn tilkynnti í gær að hann myndi yfirgefa borgina til þess að verja nágrannaborgina Lysychansk.

Rússneskar hersveitir hafa þá náð tökum á verksmiðjunni Azot í Severódónetsk og fengið 800 óbreytta borgara sem leituðu skjóls þar, til að yfirgefa svæðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert