Ljótasti hundur heims krýndur

Herra Gleðifés var krýndur ljótasti hundur heims í borginni Petaluma í Kaliforníu í Bandaríkjunum á dögunum.

Hann er 17 ára gamall kínverskur kambhundur sem var ættleiddur í fyrra af Jeneda Benally, sem er tónlistarkona frá ríkinu Arizona.

„Á meðan á faraldrinum stóð langaði mig annað hvort að eignast barn eða ættleiða hund. Þar sem það hefði þurft inngrip frá guði til að eignast barn ákvað ég að ættleiða hund,“ sagði Benally.

mbl.is