Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að lest, sem flutti 255 manns, fór út af sporinu í Missouri-ríki í Bandaríkjunum í dag, að sögn lögreglu á svæðinu. Fjöldi fólks er einnig slasaður, að því er Washington Post greinir frá.
Lestin var á leið frá Los Angeles til Chicago þegar hún ók á vörubíl á gatnamótum nálægt borginni Mendon, klukkan 13.42 að staðartíma, að sögn Kimberly Woods, talsmanns Amtrak.
„Yfirvöld á svæðinu eru að aðstoða viðskiptavini eins og er og við höfum beitt úrræðum Amtrak til að aðstoða,“ sagði Woods í yfirlýsingu.
Innan við ár er síðan að Amtrak-lest fór út af sporinu í Montana-ríki en þá létust 13 manns og fjórtán slösuðust.