Katrín og Þórdís á fund NATO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra munu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun í Madríd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra munu taka þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Madríd á morgun og stendur yfir fram á fimmtudag. 

Á fundinum munu leiðtogarnir meðal annars ræða um frekari stuðning Atlantshafsbandalagsins við Úkraínu, varnir bandalagsins og aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar. Þá verður ný grunnstefna Atlantshafsbandalagsins lögð fyrir leiðtogana til samþykktar en stefnan mun skilgreina meginmarkmið bandalagsins og verkefni þess næsta áratuginn. 

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hefur hvatt aðildarríki bandalagsins til að standa saman og styðja enn við bakið á Úkraínu. 

„Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að styðja Úkraínu þar sem nú standa þar yfir hörmungar sem við höfum ekki séð síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði hann fyrir leiðtogafundinn.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Svíar og Finnar ræða við Erdogan

Leiðtogar Finnlands og Svíþjóðar hittu Erdogan Tyrklandsforseta fyrir ráðstefnuna til þess að gefa honum færi á að koma á framfæri mótmælum vegna umsóknar ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Erdogan hefur mótmælt aðild ríkjanna þar sem stjórnvöld í Ankara hafa sakað Finnland og Svíþjóð um að skjóta skjólshúsi undir kúrdíska hermenn, sem hafa átt í átökum við tyrknesk stjórnvöld.

Erdogan, forseti Tyrklands.
Erdogan, forseti Tyrklands. AFP/Kenzo Tribouillard
mbl.is

Bloggað um fréttina