Dómi yfir Macchiarini áfrýjað

Macchiarini árið 2011.
Macchiarini árið 2011. AFP

Saksóknarinn í Svíþjóð hefur áfrýjað skilorðsbundnum dómi sem skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hlaut fyrir aðild sína að plastbarkamálinu.

Héraðsdómur sakfelldi hann í einum ákærulið af þremur fyrr í mánuðinum. Saksóknarar höfðu farið fram á fimm ára fangelsi.

Í samtali við sænska ríkisútvarpið sagði saksóknarinn Mikael Björk að læknirinn hafi tekið mikla áhættu með því að framkvæma skurðaðgerðir á þremur sjúklingum á Karónlínska-sjúkrahúsinu Stokkhólmi.  

All­ir sjúk­ling­arn­ir létust, en að minnsta kosti einn þeirra var ekki tal­inn í lífs­hættu áður en aðgerðin var fram­kvæmd.

mbl.is