Forfeður okkar milljón árum eldri en áður talið

Steingervingar af forfeðrum okkar hafa fundist í Sterkfontein-hellunum.
Steingervingar af forfeðrum okkar hafa fundist í Sterkfontein-hellunum. AFP

Fornleifar elstu forfeðra mannanna, sem fundist hafa í Suður-Afríku, eru líklega um milljón árum eldri en áður var talið. Áður fyrr var aldur nokkurra fornleifa mældur með tilliti til kalsít útfellingum (e. calcite flowstone mineral deposits), sem voru yngri en aðrir hlutar Sterkfontein-hellanna hvar helstu fornleifafundirnir hafa farið fram.  

Það þýðir að þeir voru uppi á sama tíma og austurafrísku frændur þeirra á borð við hina frægu Lucy en hún er eitt þekktasta dæmið um af tegundinni A. afarensins, að því er fram kemur í nýrri fornleifarannsókn.

Á bilinu 3,2 til 3,7 milljón ára

Fjölmargar fornleifar hafa uppgötvast í Sterkfontein-hellunum en á meðal þeirra var svokallaða Mrs. Ples, heil hauskúpa frá manni sem tilheyrði Australopitehcus africanus-ættinni, sem fannst í Suður-Afríku árið 1947.

Samkvæmt fyrri mælingum hefur verið talið að Mrs. Ples og aðrar fornleifar séu á bilinu 2,1 til 2,6 milljón ára gamlar en þegar nýjar aðferðir voru viðhafðar, sem byggjast á geislavirkni, kom í ljós að Mrs. Ples og fleiri steingervingar voru á bilinu 3,2 til 3,7 milljón ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert