Herskip bjargaði breskum strandaglópum

Brugðist var hratt við tilkynningunni.
Brugðist var hratt við tilkynningunni. AFP

Suðurkóreskt herskip bjargaði fjórum breskum sjómönnum í Adenflóa þegar skipið strandaði vegna bilunar á sunnudag.

Sjávarbandalaginu CMF barst tilkynning um strandaglópana og tók suðurkóreska skipið við þremur þeirra, en sá fjórði beið eftir nálægu kaupskipi sem sá honum fyrir læknisaðstoð.

CMF samanstendur af 34 þjóðum sem öll eiga skip á svæði utan landhelgi sem samsvarar um átta milljónum ferkílómetrum. 

Bretarnir voru fluttir í beinu framhaldi til Óman á mánudag þar sem þeir fengu frekari læknisaðstoð.  

mbl.is