Jackson svarin í embætti hæstaréttardómara

Ketanji Brown Jackson og Joe Biden Bandaríkjaforseti. Jackson var svarin …
Ketanji Brown Jackson og Joe Biden Bandaríkjaforseti. Jackson var svarin í embætti dómara í dag. AFP

Ket­anji Brown Jackson er fyrsta svarta kon­an til að gegna embætti dóm­ara við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna en hún var svarin í embættið í dag. Um þáttaskil í sögu dómstólsins er að ræða þar sem hvítir karlmenn mynda ekki lengur í fyrsta skiptið í 233 ár meirihluta dómstólsins.

Jackson tekur við af Stephen Breyer sem lét af störfum sínum við dómstólinn í dag. Þau þykja bæði frjáls­lynd í túlk­un sinni á stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. 

Hlut­fall íhalds­samra og frjáls­lyndra inn­an dóm­stóls­ins, sem skip­ar níu manns, breytist ekki og verða íhald­ssam­ir dómarar áfram í meiri­hluta, eða sex á móti þrem­ur.

Til­nefn­ing Jackson var samþykkt í apríl af öld­unga­deild Banda­ríkjaþings með 53 at­kvæðum gegn 47 þar sem þrír re­públi­kan­ar greiddu at­kvæði Jackson í vil.

mbl.is