Biðja Íslendinga um að láta aðstandendur vita af sér

Nokkrir létust í árásinni.
Nokkrir létust í árásinni. Olafur Steinar Gestsson / Ritzau Scanpix / AFP

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn biðlar til Íslendinga í borginni að láta aðstandendur vita af sér vegna skotárásar í Field's verslunarmiðstöðinni.

Þá er fólk beðið um að virða lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum.

„Ef aðstoðar er þörf hafið samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu, +354 545-0112. Gott er að nota samfélagsmiðla til að láta vita af sér,“ segir í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins. 

mbl.is