Drottningin og krónprinsinn senda frá sér yfirlýsingu

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning og Friðrik krón­prins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn.

„Hugur okkar og samúð er hjá fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á harmleiknum,“ segir í yfirlýsingunni en óvíst er hversu margir létust í árásinni í Field's verslunarmiðstöðinni.

„Ástandið kallar á samheldni og umhyggju og viljum við þakka lögreglu, neyðarþjónustu og heilbrigðisyfirvöldum fyrir skjót viðbrögð og árangursríkar aðgerðir.“

mbl.is