Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn

Fólk hleypur frá verslunarmiðstöðinni.
Fólk hleypur frá verslunarmiðstöðinni. Olafur Steinar Gestsson / Ritzau Scanpix / AFP

Skothríð heyrðist frá Field's Amager verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn rétt í þessu. Lögreglan greinir frá því á Twitter að nokkrir urðu fyrir skoti.

TV 2 greinir frá því að minnsta kosti þrjú skot hafi heyrst frá veitingastað. 

„Fólk hrópaði að um skotárás væri að ræða,“ sagði vitni sem miðillinn ræddi við. 

Lögreglan vinnur nú að því tryggja svæðið og eru sjúkrabílar á svæðinu. Þá eru þyrlur einnig fyrir ofan verslunarmiðstöðina.

„Við erum að meta stöðuna, ég get ekki sagt meira í augnablikinu,“ sagði Lars Karlsen aðstoðarlögreglustjóri.

Miðillinn ræddi við Theu Schmidt sem var stödd í verslunarmiðstöðinni ásamt vini. Hún segist hafa skyndilega séð marga hlaupa í átt að útganginum þegar hvellur heyrðist. Þá heyrði hún að minnsta kosti tvö skot til viðbótar.

Schmidt áætlar að minnsta kosti 100 til 150 manns séu fyrir utan verslunarmiðstöðina. 

Vitni heyrðu í að minnsta kosti þremur skotum.
Vitni heyrðu í að minnsta kosti þremur skotum. Olafur Steinar Gestsson / Ritzau Scanpix / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert