Þrír lögreglumenn skotnir til bana í „hreinu helvíti“

Þrír lögreglumenn létu lífið.
Þrír lögreglumenn létu lífið. mbl.is/Hjörtur

Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum þegar þeir höfðu afskipti af manni sem sakaður hafði verið um heimilisofbeldi.

Lögreglustjóri á svæðinu sagði mennina hafa lent í „hreinu helvíti“ þegar þeir mættu á heimili mannsins, að því er CNN greinir frá. 

Fjórir aðrir særðust á vettvangi en lögreglumennirnir lentu í skothríð þegar þeir komu að húsi mannsins skömmu fyrir klukkan 19:00 að staðartíma.

Skotárásin stóð yfir í þrjá tíma

Skotárásin stóð yfir í næstum þrjár klukkustundir áður en hinn grunaði, Lance Storz, var handtekinn en hann gafst upp eftir samningaviðræður við fjölskyldumeðlimi hans.

Storz hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og árás á þjónustudýr.

„Þetta er erfiður morgunn,“ sagði ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, á samfélagsmiðlum og bað íbúa Kentucky um að biðja fyrir samfélaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert