Tónleikum Harrya Styles seinkar vegna árásarinnar

Harry Styles er á tónleikaferðalagi.
Harry Styles er á tónleikaferðalagi. AFP

Tónleikum Harrya Styles, sem eiga að fara fram í kvöld í Royal Arena, rétt hjá Field's-verslunarmiðstöðinni, seinkar um klukkustund. 

Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma en tilkynning um skotárás í verslunarmiðstöðinni barst klukkan hálfsex. 

Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum tónleikanna sagði að lögregla hefði tryggt svæðið og gefið leyfi fyrir að tónleikarnir yrðu haldnir.

mbl.is