Lögregluborði við einn af inngöngum verslunarmiðstöðvarinnar.
AFP/Thibault Savary
30 manns hlutu skaða af skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku lögreglunni.
Hópurinn skiptist þannig:
- Þrír eru látnir.
- Fjórir liggja á sjúkrahúsi með skotsár og er einn í lífshættu.
- Þrír voru meðhöndlaðir vegna skotsára á vettvangi og fengu þeir að fara heim að því loknu.
- 20 manns hlutu minniháttar meiðsl er þeir reyndu að komast út úr verslunarmiðstöðinni Field´s.