„Á örskotsstundu hætti partíið“

Mette Frederiksen og Mattias Tesfaye í morgun.
Mette Frederiksen og Mattias Tesfaye í morgun. AFP/Mads Claus Rasmussen

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði fyrir framan verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í morgun, þar sem skotárás var gerð í gær, sjaldan hafa upplifað aðrar eins andstæður og um helgina.

Fjöldi Dana hafi fagnað hjólreiðakeppninni Tour de France í Danmörku og Hróarskelduhátíðinni áður en skotárásin var gerð.  

Frederiksen lagði blómsveig við innang verslunarmiðstöðvarinnar ásamt dómsmálaráðherranum Mathias Tesfaye.

„Á örskotsstundu hætti partíið, gleðin stöðvaðist og það versta sem hægt var að hugsa sér gerðist,“ sagði hún, að því er danska ríkisútvarpið greindi frá.

AFP/Mads Claus Rasmussen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert