Árásarmaðurinn handtekinn eftir eftirför

Robert E. Crimo III hefur nú verið handtekinn.
Robert E. Crimo III hefur nú verið handtekinn. Samsett mynd

Árásarmaðurinn sem er grunaður um að hafa skotið sex til bana og slasað hátt í 30 manns í Highland Park í Illinois-ríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn og er nú í haldi lögreglu. Fréttastofa CBS greinir frá þessu.

Lögreglan á svæðinu sá Robert E. Crimo III þar sem hann ók bifreið sinni á hraðbraut í Illinois og reyndi lögregla að fá hann til að stöðva bílinn sinn. Crimo gegndi því ekki og hófst þá eftirför á hraðbrautinni.

Eftir stutta eftirför náðu lögreglumenn að króa bíl Crimo af og var hann þá handtekinn og færður í hald á lögreglustöð í Highland Park þar sem að Crimo skaut sex til bana fyrir nokkrum klukkutímum síðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert