Minningarathöfn í Field's annað kvöld

Fjöldi fólks hefur lagt blóm við verslunarmiðstöðina.
Fjöldi fólks hefur lagt blóm við verslunarmiðstöðina. AFP

Annað kvöld verður haldin athöfn til minningar um þá sem létu lífið í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn en maður skaut þar þrjá til bana í gær.

Fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir en tíu manns urðu fyrir skotum. Þá særðust 20 manns á leiðinni af vettvangi.

„Við komum saman til að votta fórnarlömbum skotárásirnar í Field's, ættingjum þeirra og öllum öðrum sem urðu fyrir áhrifum af þessum hörmulega verknaði, samúð okkar. Við stöndum saman,“ skrifar Københavns Kommune á Twitter.

Minningarathöfnin verður haldin við verslunarmiðstöðina Field's í Kaupmannahöfn annað kvöld klukkan átta að staðartíma eða klukkan sex að íslenskum tíma.mbl.is