Ófölsuð myndskeið og andleg veikindi

Fólk yfirgefur verslunarmiðstöðina í gær.
Fólk yfirgefur verslunarmiðstöðina í gær. AFP/Olafur STEINAR GESTSSON / Ritzau Scanpix

Myndskeið sem birtust í gærkvöldi af árásarmanni sem hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn voru ekki fölsuð, að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn.

Í sumum þeirra sést maðurinn, sem er 22 ára, stilla sér upp með vopn í hendi, herma eftir tilraun til sjálfsvígs og tala um geðlyf „sem virka ekki“.

Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í morgun að maðurinn hafi átt við andlega erfiðleika að stríða.

Reikningum á YouTube og Instagram sem talið er að maðurinn hafi átt var lokað í nótt, að sögn AFP-fréttastofunnar.

Lögreglan fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s í morgun.
Lögreglan fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s í morgun. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Reyndi að gabba fólk

Vitni sögðu dönskum fjölmiðlum að maðurinn hafi reynt að gabba fólk í verslunarmiðstöðinni til að fá það til að koma nær með því að segja að hann væri ekki með alvöru vopn, heldur eftirlíkingu.

„Hann var nógu bilaður til að fara og veiða fólk en hann hljóp ekki,“ sagði eitt vitni við danska ríkisútvarpið.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

mbl.is