Opið hús í Jónshúsi vegna árásar

Jónshús í Kaupmannahöfn.
Jónshús í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn býður upp á opið hús fyrir Íslendinga sem það kjósa í Jónshúsi í dag vegna skotárásarinnar í borginni í gær.

Í Jónshúsi verður prestur á staðnum ásamt fulltrúa sendiráðsins, að því er kemur fram í facebookfærslu sendiráðsins.

Fyrr í morgun greindi mbl.is frá því að sendiráð Íslands bjóði upp á áfallahjálp vegna árásarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert