Verðbólga 78,6% í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, á blaðamannafundi á NATO ráðstefnunni …
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, á blaðamannafundi á NATO ráðstefnunni sem haldin var í Madríd fyrir skömmu. AFP/GABRIEL BOUYS

Verðbólga mældist 78,6% í Tyrklandi í júní að því er fram kemur í tölum tyrknesku hagstofunnar. Verðbólgan hefur ekki mælst meiri í 24 ár.

Óopinberar tölur í Tyrklandi benda aftur á móti til þess að verðhækkun í landinu sé í raun tvöfalt hærri en opinber gögn gefi til kynna.

Verðbólgan var 15% í byrjun síðasta árs en Recep Tayyip Er­dog­an, forseti Tyrklands, lét seðlabankann þar í landi lækka stýrivexti á meðan verðbólga jókst. Forsetinn neitar hefðbundnum hagfræðikenningum og segir að hærri stýrivextir ýti undir verðbólgu.  

Fjármálaráðherra Tyrklands, Nureddin Nebati, lofaði á föstudaginn að almennt verðlag í landinu myndi lækka í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert