Hafa fundið líkamsleifar í fjallinu

Frá aðgerðum björgunarsveita á vettvangi.
Frá aðgerðum björgunarsveita á vettvangi. AFP

Björgunarsveitir í ítölsku Dólómítafjöllunum hafa fundið líkamsleifar nokkurra fjallgöngumanna sem létust þegar jökull gaf sig með þeim afleiðingum að snjóflóð féll. Aðstæður eru bæði erfiðar og hættulegar og leitin gengur hægt. 

Þyrlur og drónar hafa flogið yfir svæðið í dag, en slysið varð á sunnudag. Að minnsta kosti sjö fjallgöngumenn létu lífið þegar kröftugt flóðið féll. 

Ítölsk stjórnvöld segja að slysið megi rekja til loftlagsbreytinga og óttast að jökull muni brotna enn frekar og koma húrrandi niður hlíðar fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að komast að göngumönnunum, sem voru margir hverjir bundnir saman. 

Yfirvöld segja að alls sé 14 saknað en tekið er fram að það liggi ekki fyrir með nákvæmum hætti hve margir voru í fjallinu þegar snjóflóðið féll. 

Vonast er til að geta sent leitarhunda á vettvang til að finna hópinn, en það gerist væntanlega á morgun eða á fimmtudag að sögn yfirvalda. 

Vonskuveður var á svæðinu í gær þegar þessi mynd var …
Vonskuveður var á svæðinu í gær þegar þessi mynd var tekin frá bænum Canazei sem hefur gert allt björgunarstarf á vettvangi erfitt. AFP

Ættingjar göngumannanna hafa safnast saman í bænum Canazei. 

Flóðið féll á sunnudag þegar 10 stiga hiti mældist á tindi Marmolada, sem er hæsta fjallið í Dólómítunum. Þetta er methiti á svæðinu að því er segir í umfjöllun AFP. 

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær, að hrunið væri án nokkurs vefa tengt versnandi umhverfisaðstæðum og loftlagsbreytinga. 

Lík tékknesk ríkisborgara er á meðal þeirra sem hafa fundist. Hann var á göngu ásamt félaga sínum sem er saknað. 

Þá hafa ítalskir fjölmiðlar greint frá því að Ítalinn Filippo Bari, sem er 27 ára, sé saknað. Hann tók sjálfu á fjallinu fyrr á sunnudag og sendi myndina til vina og ættingja þar sem hann skrifaði: „Sjáið hvar ég er staddur!“

mbl.is