Minningarathöfn fyrir utan Field's í kvöld

Margir hafa lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni Field's til að …
Margir hafa lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni Field's til að leggja þar blóm til minningar um þá sem féllu í skotárásinni. AFP

Minningarathöfn verður haldin í kvöld fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's í Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem þrír voru skotnir til bana á sunnudaginn. Minningarathöfnin verður klukkan átta að staðartíma og er haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í skotárásinni. 

Búist er við að mikill fjöldi muni koma saman fyrir utan verslunarmiðstöðina til að syrgja og sína samstöðu gagnvart ofbeldinu sem að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að hefði breytt Kaupmannahöfn á sekúndubroti. Vegna mikils fjölda má búast við miklum viðbúnaði lögreglu á svæðinu.

Frederiksen mun fara með ræðu á minningarathöfninni ásamt borgarstjóra Kaupmannahafnar Sophie Andersen. Friðrik krónprins Danmerkur mun einnig vera viðstaddur. 

Þá mun fjölmennur kór koma fram til að votta fórnarlömbum skotárásarinnar virðingu sína.

mbl.is