Játar sök og íhugaði að hefja aðra skotárás

Margir hafa lagt leið sína í Highland Park til að …
Margir hafa lagt leið sína í Highland Park til að leggja þar blóm til minnis um þá sem létu lífið. AFP

Robert E. Crimo, sem var handtekinn á mánudaginn grunaður um að hafa framið skotárásina í Higland Park í Illinois í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, hefur nú játað sök. Hann sagði lögreglu að hann hefði íhugað að hefja aðra skotárás.

Eftir að hafa skotið sjö til bana og sært 24 aðra flúði Crimo vettvang og ók til borgarinnar Madison í ríkinu Wisconsin þar sem hann „íhugaði alvarlega“ að hefja aðra skotárás.

Þetta segir Christopher Covelli talsmaður lögreglunnar á svæðinu. Áður en hann náði að framkvæma það náði lögregla að handtaka hann eftir eftirför.

Aðstoðarmaður saksóknara í Illinois-ríki, Ben Dillon, tilkynnti að Crimo hefði játað sök að fyrra bragði. Crimo er nú í gæsluvarðhaldi án möguleikans á lausn gegn tryggingu.

mbl.is