Tugir milljóna í sóttkví

Mikill fjöldi manns hefur verið skimaður fyrir Covid-19 í borginni …
Mikill fjöldi manns hefur verið skimaður fyrir Covid-19 í borginni Xi'an í Kína. AFP/Noel Celis

Tugir milljóna Kínverja eru nú í sótthví í heimalandi sínu vegna Covid-19 og loka hefur þurft fyrirtækjum í Xi'an sem er vinsæl ferðamannaborg. 

Yfirvöld í Kína hafa tilkynnt um á fjórða hundrað smit í Xi'an. Einnig hafa hópsmit greinst í Shanghæ, Beijing og víðar. 

Útbreiðsla veirunnar og viðbrögð stjórnvalda gefa litla von um að Kína muni fara aðra leið en var farin þar í landi fyrr á árinu þegar strangar sóttvarnarreglur neiddu tugi milljóna manns til að einangra sig svo vikum skipti á heimilum sínum.

Víða í Xi'an hefur mikill fjöldi fólks verið skimaður fyrir veirunni. Öllum karaókístöðum hafa verið lokað eftir að hópsmit hafa verið tengd sex slíkum stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert