Brotthvarf Johnsons „góð tíðindi“

Keir Starmer ásamt eiginkonu sinni Victoriu Starmer
Keir Starmer ásamt eiginkonu sinni Victoriu Starmer AFP

Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, helsta stjórnandstöðuflokksins, segir væntanlegt brotthvarf Borisar Johnsons úr stóli forsætisráðherra vera „góð tíðindi“.

Ekki sé þó nóg að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins.

„Við þurfum alvöru breytingar á ríkisstjórninni,“ sagði hann.

John­son mun segja af sér sem leiðtogi Íhalds­flokks­ins í dag en halda áfram sem for­sæt­is­ráðherra Bret­lands til hausts­ins, að sögn BBC. Tilkynningu frá forsætisráðherranum er að vænta síðar í dag. 

mbl.is