Fjöldi ráðherra til viðbótar sagt af sér

Brandon Lewis á leið á fundi í Downingtonstræti í síðasta …
Brandon Lewis á leið á fundi í Downingtonstræti í síðasta mánuði. AFP

Átta ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa sagt af sér embætti það sem af er morgni, eða þau Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, George Freeman vísindamálaráðherra, Damien Hinds öryggismálaráðherra, Helen Whately og Guy Oppermanog Chris Philp, James Cartlidge og Michelle Donelan, að sögn BBC. 

„Ég get ekki fórnað eigin heilindum til að verja hlutina eins og þeir eru núna,“ sagði Lewis og bætti við að Íhaldsflokkurinn og öll þjóðin „eigi betra skilið“.

Lewis bætist þar með á langan lista ráðherra sem hafa sagt af sér eða verið reknir á undanförnum dögum.

George Freeman sagði í bréfi sínu til Borisar Johnsons forsætisráðherra í morgun: „Það á ekki að vera þörf á afsögnum tuga samstarfsmanna, en fyrir þjóðina okkar og traust á lýðræðinu verðum við að fá nýjan leiðtoga.“

Whately sagðist í sínu bréfi hafa hvatt Johnson til að halda áfram undanfarna mánuði en „það er ekki endalaust hægt að biðjast afsökunar og halda áfram“.


Hér má lesa bréf Damien Hinds:

Bréf Guy Opperman til forsætisráðherra:

 Bréf Chris Philp:

Bréf Michelle Donelan, sem var ráðin sem menntamálaráðherra á þriðjudagskvöld:

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert