Tveir alvarlega slasaðir í Manchester

Alvarlegt slys varð í Manchester borg þar sem EM í …
Alvarlegt slys varð í Manchester borg þar sem EM í fótbolta er nú haldið. Mynd úr safni. AFP/Sebastien Bozon

Strætisvagn hafnaði á strætóskýli þar sem fólk beið eftir fari í Manchester-borg á Englandi í kvöld. Tveir eru alvarlega slasaðir en að minnsta kosti fjórir eru taldir hafa orðið fyrir bílnum.

Manchester Evening News greindi frá.

Áreksturinn átti sér stað klukkan hálftíu að staðartíma á Portland-stræti nálægt EM-torginu í Piccadilly Gardens í Manchester.

Mikill viðbúnaður var í kvöld vegna atviksins en EM í fótbolta fer fram í borginni um þessar mundir eins og kunnugt er.

mbl.is
Loka