Aukinn þingstyrkur í skugga morðsins

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japands og formaður Frjálslyndalýðræðisflokkins, heitir því að …
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japands og formaður Frjálslyndalýðræðisflokkins, heitir því að lýðræðið muni „aldrei láta undan ofbeldi.“ AFP

Ríkjandi bandalag Frjálslynda lýðræðisflokksins og Komeito-flokksins í Japan eykur þingstyrk sinn eftir kosningarnar í landinu í gær. Ríkisfjölmiðillinn NHK hefur gefið það út að bandalagið muni líklega ná 70 til 83 af 125 sætum efri deildar þingsins. Kosningarnar voru haldnar í skugga þjóðarsorgar í kjölfar þess að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans og formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, var myrtur á föstudaginn.

Talið var líklegt að flokkarnir myndu halda meirihluta sínum áður en Abe var myrtur, en óvíst er hvaða áhrif morðið hefur haft á úrslit kosninganna. Svo virtist í gær sem kjörsókn hefði aðeins verið 52%.

„Ég tel það vera mikilvægt að við gátum haldið kosningarnar,“ sagði forsætisráðherrann Fumio Kishida við NHK. Bætti hann við að hann vildi tækla faraldurinn, vandamál tengd stríðinu í Úkraínu og verðbólgu. Áður hafði hann sagt að „við megum aldrei leyfa ofbeldi að bæla niður tjáningarfrelsi“.

Kenta Izumi, leiðtogi Stjórnskipunar- og lýðræðisflokksins í stjórnarandstöðu, segir að kjósendur hafi ekki viljað breyta frá Frjálslynda lýðræðisflokknum og treysta flokki sínum til þess að stjórna ríkisstjórninni. Lítur út fyrir að flokkur hans missi nokkur sæti á þinginu.

Lesa mán nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert