Stofnunin hefur ekki í við öll kjarasamningsbrotin

Þessi þróun er sögð til marks um viðsnúning á langvarandi …
Þessi þróun er sögð til marks um viðsnúning á langvarandi samdrætti sem einkennt hefur verkalýðsbaráttu í Bandaríkjunum frá árinu 1980. AFP

Stéttafélögum í Bandaríkjunum hefur fjölgað um 54 prósent á einu ár.

Fyrstu þrjá ársfjórðunga skattársins 2022, það er að segja frá 1. október til 30. júní, voru skráð 1.935 stéttafélög, en það eru 56 prósent fleiri en voru skráð á síðasta skattári.

Áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á hagkerfið eru talin hafa skapað jarðveg fyrir verkalýðsbaráttuna. Þá varð einnig meira um verkföll en sést hafa lengi, til að mynda í verksmiðjum John Deere og Kellogg's, þar sem starfsfólk lýsti yfir óánægju með starfsskilyrði og launakjör.

Þessi þróun er sögð til marks um viðsnúning á langvarandi samdrætti sem einkennt hefur verkalýðsbaráttu í Bandaríkjunum frá árinu 1980. Árið 2021 voru ekki nema 10,3 prósent vinnumarkaðarins, í stéttarfélagi, hlutfallið var enn lægra ef aðeins er litið til einkageirans.

Stofnunin hefur ekki séð svo mörg mál í mörg ár

Vinnumálastofnun í Bandaríkjunum (NLRB) hefur einnig gefið út fleiri sektir til vinnuveitenda að undanförnu. Skýrist það af því að leiðtogar stéttarfélaganna hafa verið duglegri við að vekja athygli á brotum vinnuveitenda.

„Vinnumálastofnun er með á sinni könnu fleiri mál en sést hafa svo árum skiptir. Á sama tíma hefur mönnun ekki verið jafn slæm í sextíu ár,“ segir yfirlögfræðingur stofnunarinnar, Jennifer Abruzzo.

Hún telur stofnunina þurfa aukinn mannskap og aukið fjármagn, til þess að geta sinnt skyldum sínum og tryggt launafólki fullnægjandi úrræði þegar á þeim er brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert