Biden skiptir um skoðun á Sádum

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, heilsuðust …
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, heilsuðust með hnefunum. AFP/Bandar al-Jaloud

Joe Biden Bandaríkjaforseti hitti í dag krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman, í heimalandi prinsins. Biden sagði í kosningaherferð sinni að næði hann kjöri myndi hann útskúfa landið vegna mannréttindabrota.

Biden hefur verið gagnrýndur fyrir ferðina til Sádí-Arabíu, sérstaklega í ljósi morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018 sem bin Salman samþykkti.

Flaug frá Ísrael

Krónprinsinn fylgdi Biden inn í Al-Salam höllina í Jeddah eftir að þeir heilsuðust með því að klessa hnefum sínum saman. Þar hitti forsetinn konung Sádí-Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud.

Joe Biden flaug til Jeddah frá Ísrael og er hann því fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að fljúga frá Ísrael til Arabaríkis sem viðurkennir ekki opinberlega sjálfstæði Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert