Elon Musk biðlar til dómstóla

Elon Musk, forstjóri Tesla hætti við kaup sín á samfélagsmiðlinum …
Elon Musk, forstjóri Tesla hætti við kaup sín á samfélagsmiðlinum Twitter. Samsett mynd

Elon Musk, eigandi Tesla, biðlar til dómstólsins í Delware-ríki í Bandaríkjunum að fresta máli Twitter gegn honum. Stefnt er að því að málið verði tekið fyrir dóm í september en að mati Musk er tíminn þangað til of stuttur.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu

Eins og áður hefur komið fram stefndi Twitter auðkýf­ingn­um Elon Musk og krafðist þess að hann standi við skuld­bind­ing­ar sam­kvæmt samn­ingi um kaup hans á fyr­ir­tæk­inu fyr­ir 44 millj­arða Banda­ríkja­dala en Musk dró nýlega tilboð sitt til baka. 

Twitter segir mikilvægt að málið verði tekið fyrir dóm í september þar sem að ákvæði í samningnum segir til um að hann falli úr gildi i október.

Alex Spiro lögmaður Musk segir þetta ekki vera lögmæta ástæðu fyrir flýtimeðferð. „Twitter sækist eftir flýtimeðferð vegna ákvæðis sem segir til um að samningurinn falli úr gildi 24. október en í ákvæðinu kemur fram að það falli niður ef annar hvor aðili samningsins stefnir hinum.“

Musk fór fram á að dómsmálið yrði ekki tekið fyrir fyrr en í fyrsta lagi í febrúar 2023.

Dómstólinn mun leiða til lykta hvort að Musk sé skuldbundinn til að kaupa Twitter eða hvort að honum hafi verið heimilt að ganga frá samningsborði vegna þess að Twitter neitaði að deila með honum ákveðnum gögnum. Musk hefur sakað Twitter um að vera með fjölda notenda sem eru í raun keyrðir áfram af forritum. 

mbl.is