Kisinn Larry dreginn inn í leiðtogakjörið

Kötturinn Larry býr í Downingstræti 10.
Kötturinn Larry býr í Downingstræti 10. AFP

Kötturinn Larry sem býr í Downingstræti 10 í Lundúnum í Bretlandi hefur verið dreginn inn í leiðtogakjör Íhaldsflokksins þar í landi.

Penny Mordaunt, sem hefur verið vinsælust í skoðanakönnunum almennra félaga flokksins, lýsti því yfir í gær að hennar stærsti veikleiki væri kettirnir hennar fjórir. „Að kynna þá fyrir númer 10 gæti reynst erfitt er kemur að Larry,“ sagði Mordaunt í viðtali í gær.

Larry hefur ráðið ríkjum í bústaðnum í ellefu ár og því búið þar í valdatíð Davids Camerons, Theresu May og Borisar Johnsons. Larry flutti þar inn árið 2011 er hann var fjögurra ára gamall og hefur séð um músaveiðar.

Hann ber titilinn yfirmaður músamála, hefur sína eigin Twitter-síðu og 635 þúsund fylgjendur. Er Johnson tilkynnti afsögn sína fyrr í mánuðinum skýrði Larry frá því í tísti að hann væri ekki köttur Borisar heldur, líkt og allir forsætisráðherrar, byggi Boris einungis tímabundið í Downingstræti, ólíkt Larry.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert