Sex látnir eftir rúmlega tuttugu bíla árekstur

Talið er að sandfok hafi átt þátt í slysinu.
Talið er að sandfok hafi átt þátt í slysinu. Skjáskot/ABC News

Að minnsta kosti sex létust í bílslysi sem varð nálægt Hardin í Montana í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal tvö börn. Sandfok er talið hafa valdið því að 21 ökutæki rakst saman á þjóðveginum, en slysið er enn í rannsókn.

„Skyggnið var svo lélegt og óhugnanlegt. Loftið var hlýtt og ægilegt,“ sagði Ariel Dehart við fréttamenn CNN, en hún keyrði framhjá skömmu eftir að slysið varð.

Jose Strickland, sem varð einnig vitni að slysinu, aðstoðaði fólk á vettvangi.

Hann hjálpaði meðal annars til við að ná öldruðum manni út úr bifreið sinni og á sjúkrabörur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert