17 ára Ástrali hafi látist í sýrlensku fangelsi

Strákurinn var grunaður um að hafa gengið til liðs við …
Strákurinn var grunaður um að hafa gengið til liðs við Ríki íslams. AFP/Gil Cohen-Magen

Fjölskylda ástralsks unglings sem hefur verið haldið sýrlensku fangelsi síðastliðin þrjú ár segir hann látinn. Dánarorsök er ekki ljós.

Hinum 17 ára Yusuf Zahab var haldið í Al-Sinaa fangelsinu í norðaustur Sýrlandi, en þar er einstaklingum haldið sem eru grunaðir um að hafa tengst hryðjuverkasamtökunum Ríkis íslams.

Yusuf hafði óskað eftir aðstoð yfirvalda í hljóðskilaboðum þar sem hann lýsti því að verið væri að drepa önnur börn fyrir fram hann í fangelsinu.

Fleiri en 41.000 erlendir í haldi

Yusuf þurfti ekki að deyja,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans en þau kalla eftir því að öðrum börnum og konum verði sleppt úr fangelsinu.

Yusuf fæddist í Ástralíu en fluttist til Sýrlands með ættingjum þegar hann var 11 ára gamall. Árið 2019 var hann tekinn höndum af sýrlenskri hersveit. 

Vestræn ríki hafa síðan árið 2019, þegar hernaðaraðgerðum gegn Ríki íslams lauk, ekki vitað hvernig þau eigi að snúa sér hvað varðar borgara þeirra sem eru í haldi í Sýrlandi. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Mannréttindavaktinni eru fleiri en 41.000 erlendir ríkisborgarar, flestir undir 12 ára aldri, í haldi í búðum og fangelsum í norðausturhluta Sýrlands vegna meintra tengsla þeirra við Ríki íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert