Rússar einbeita sér ekki lengur aðeins að austrinu

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Rússar tilkynntu í gær að hernaðarleg markmið þeirra í Úkraínu hafi stækkað út fyrir Donbas-svæðið í austurhluta landsins. 

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali að her Moskvu væri ekki lengur „aðeins“ að einbeita sér að því að ná yfirráðum í héruðunum Lúgansk og Dónetsk sem saman mynda Donbas-svæðið.

„Landafræðin er önnur núna. Þetta snýst ekki aðeins um DNR [Dónetsk] og LNR [Lúgansk], heldur einnig um Kerson-svæðið, Saporisjía-svæðið og fjölda annarra svæða,“ sagði hann við ríkisfjölmiðla.

Undanfarið hafa rússneskar hersveitir reynt að tryggja yfirráð á Donbas-svæðinu í kjölfar þess að þeir gáfust upp á upphaflegu stríðsmarkmiðinu sínu um að ná stjórn á Kænugarði.

mbl.is

Bloggað um fréttina