Bandaríkin harma útgöngu Rússa

Robyn Gatens.
Robyn Gatens. AFP

Bandaríkin segjast harma útgöngu Rússa úr Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og segja fréttirnar hafa komið sér á óvart.

„Þetta er óheppileg þróun í ljósi þeirrar mikilvægu vísindalegu vinnu sem fer fram á ISS og vegna hins dýrmæta samstarfs geimferðastofnana okkar í gegnum árin og sérstaklega í ljósi endurnýjaðs samkomulags okkar um samstarf í geimflugi,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, Ned Price.

„Mér skilst að yfirlýsingin hafi komið okkur á óvart,“ sagði hann við blaðamenn.

Ekki verið formlega tilkynnt um útgönguna

Forstjóri ISS á vegum NASA, Robyn Gatens, sagði bandarísku geimstöðina ekki enn hafa fengið formlega tilkynningu frá Rússum um útgönguna.

Spurð hvort hún vildi að samstarfi Rússa og Bandaríkjamanna lyki, svaraði hún: „Nei, alls ekki.“

„Þeir hafa reynst góðir samstarfsfélagar, eins og aðrir samstarfsfélagar okkar, og við viljum halda samstarfinu áfram svo Alþjóðlega geimstöðin getið unnið út áratuginn.“

Alþjóðlega geimstöðin á sporbraut um jörðu.
Alþjóðlega geimstöðin á sporbraut um jörðu. AFP

Júrí Borisov, nýlega skipaður yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos), tjáði Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag að Rússland myndi segja sig úr ISS eftir árið 2024. Pútin svaraði: „Gott.“

„Auðvitað mun­um við upp­fylla all­ar skyld­ur okk­ar við sam­starfs­fé­laga okk­ar en ákvörðunin um að yf­ir­gefa stöðina eft­ir árið 2024 hef­ur verið tek­in,“ er haft eftir Borisov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert