Skutu á flugskóla í Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld gerðu loftárásir á flugskóla í Úkraínu.
Rússnesk stjórnvöld gerðu loftárásir á flugskóla í Úkraínu. Ljósmynd/Twitter

Fimm eru látnir og 25 særðir eftir loftárás Rússa á flugskóla í úkraínsku borginni Kropívnitskí í Mið-Úkraínu. Tveimur flugskeytum var varpað á flugskýli á vegum skólans.

Á sama tíma aukast gagnárásir Rússa í Kerson að sögn breskra varnarmálafulltrúa, að því er BBC greinir frá.

Segjast hafa náð varmavirkjun á sitt vald

Úkraínumenn skutu loftskeytum á brú sem leiðir til Kerson, sem er í suðurhluta Úkraínu, og er hún því ekki lengur beintengd öðrum landsvæðum sem Rússar hafa náð á sitt vald, en borgin var sú fyrsta sem Rússar náðu yfirráðum yfir. 

Rússnesk stjórnvöld segjast þá hafa náð næststærstu varmavirkjun Úkraínu á sitt vald, Víhlehírska, sem staðsett er í austurhluta Donetsk-héraðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert