Joe Biden greindist aftur með kórónuveiruna

Joe Biden Bandaríkjaforseti er 79 ára gamall.
Joe Biden Bandaríkjaforseti er 79 ára gamall. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur aftur greinst með kórónuveiruna og er nú í einangrun að sögn læknis Hvíta hússins. 

Biden greindist með veiruna fyrir viku síðan og telur læknir hans að jákvæð niðurstaða Covid-prófsins í dag sé vegna meðferðar sem forsetinn hefur fengið við veirunni.

Biden fékk neikvæður niðurstöður fjóra daga í röð en jákvæða í morgun og fer því aftur í einangrun. 

Forsetinn fékk lyfið Paxlovid við veirunni. Að sögn Kevin O'Connor, læknis Hvíta hússins, er algengt að fólk fái jákvætt próf eftir að meðferð lyfsins er lokið.

Að hans sögn hefur Biden engin einkenni og mun því ekki fá Paxlovid aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert