Fyrsta kornflutningaskipið fór frá Úkraínu

Kornflutningaskipið Razoni.
Kornflutningaskipið Razoni. AFP

Fyrsta kornflutningaskipið síðan í febrúar yfirgaf suðurhluta hafnarinnar í Ódessa í Úkraínu snemma í morgun samkvæmt tyrkneskum og úkraínskum embættismönnum.

Rúss­land og Úkraína und­ir­rituðu í síðustu samning tíma­móta­samn­ing við Sam­einuðu þjóðirn­ar og Tyrk­land um að hefja flutn­ing á korni á ný.

Vonast er til að samningurinn dragi úr alþjóðlegri matvælakreppu og lækki verð á korni en hindrun á útflutningi korns frá Úkraínu hefur valdið því að verð á meðal annars brauði, pasta, matarolíu og áburði hefur hækkað í verði.

Tyrkir sögðu að skipið Razoni, sem siglir undir fána Síerra Leóne, myndi leggjast að bryggju í Líbanon og bætti við að frekari sendingar væru fyrirhugaðar á næstu vikum.

26.000 tonn um borð í skipinu

Samkvæmt Tyrkjum eru um 26.000 tonn af korni um borð í skipinu og búist er við að það verði í tyrkneskri lögsögu á þriðjudag.

„Í dag tekur Úkraína, ásamt samstarfsaðilum, enn eitt skrefið til að koma í veg fyrir hungur í heiminum,“ skrifaði innviðaráðherra Úkraínu, Alexander Kúbrakov, á Facebook og bætti viðo að 16 önnur skip biðu í höfnum Ódessa tilbúin að leggja af stað.

„Opnun hafna mun veita hagkerfinu að minnsta kosti einn milljarð dollara í gjaldeyristekjur og tækifæri fyrir landbúnaðinn til að skipuleggja næsta ár.“

„Léttir fyrir heiminn“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði brottför skipsins og Tyrkjum fyrir hlutverk sitt í að koma á samningnum.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Dimítró Kúleba, sagði að sendingin væri „léttir fyrir heiminn“ og hvatti Moskvu til að „virða sinn hluta samningsins“.

Rússland og Úkraína standa sameiginlega fyrir næstum þriðjungi af hveitibirgðum í heiminum. Árið 2019 stóð Úkraína fyrir 16% af maísbirgðum heimsins og 42% af sólblómaolíu, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert