Kína heitir því að refsa Taívan og Bandaríkjunum

Íbúar sem eru hliðholl­ir kín­versk­um yf­ir­völd­um söfnuðust sam­an fyr­ir utan …
Íbúar sem eru hliðholl­ir kín­versk­um yf­ir­völd­um söfnuðust sam­an fyr­ir utan hót­elið sem Pelosi dvel­ur á til að mót­mæla komu henn­ar. AFP

Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, lýsti því yfir í dag að Kína ætlaði sér að refsa þeim sem hafa „móðgað ríkið“. Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að Nancy Pelosi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, heimsótti Taívan í gær. 

Yfirvöld í Kína hafa verið afar ósátt með heimsóknina og telja hana vera inngrip í innanríkismál landsins. „Þetta er algjör farsi. Bandaríkin eru að brjóta gegn fullveldi Kína undir fölskum formerkjum lýðræðis. Þeir sem að móðga Kína verður refsað,“ sagði Wang í dag.

Kína eykur heræfingar í kringum Taívan

Eftir að Pelosi lenti í Taívan hóf Kína heræfingar á hafsvæði í kringum Taívan. Jafnframt vöruðu þeir sendiherra Bandaríkjanna í Kína við alvarlegum afleiðingum.

Pelosi er æðsti kjörni bandaríski embættismaðurinn til að heimsækja Taívan í 25 ár. Tsai Ingwen, forseti Taívan þakkaði Pelosi kærlega fyrir heimsóknina á viðburði sem var haldinn í Taipei, höfuðborg Taívan. 

„Taívan mun ekki draga sig í hlé þrátt fyrir þessar hótanir og aukna hervæðingu Kína,“ sagði Ingwen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert