Kornið frá Úkraínu komið til Tyrklands

Skipið Razoni flytur um 26.000 tonn af korni frá Úkraínu.
Skipið Razoni flytur um 26.000 tonn af korni frá Úkraínu. AFP/Ozan Kose

Teymi skipað Úkraínumönnum, Rússum og eftirlitsaðilum frá Sameinuðu þjóðunum, þar á meðal frá Tyrklandi, hefur lokið skoðun sinni á fyrsta farmi af korni sem hefur verið fluttur frá Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í byrjun febrúar. Skoðunin tók innan við 90 mínútur.

Skoðunin í Istanbúl um borð á skipinu Razoni frá Síerra Leóne var ákveðin prófraun til þess að sjá hversu vel gengi að framfylgja þeim fyrstu samningum sem undirritaðir hafa verið af hálfu Rússlands og Úkraínu eftir að stríðið hófst.

Skipið sigldi sérstaka leið framhjá tundurduflunum í Svartahafi frá Ódessu til Tyrklands.

Razoni mun flytja um 26.000 tonn af korni frá Úkraínu til Líbanon, þangað sem meira en 80% af innfluttu hveiti kemur frá Úkraínu og Rússlandi. 

Vonast til að draga úr matvælakreppu 

Fulltrúar Rúss­lands og Úkraínu und­ir­rituðu 22. júlí tíma­móta­samn­ing við Sam­einuðu þjóðirn­ar og Tyrk­land um að hefja útflutn­ing á korni á ný.

Von­ast er til að samn­ing­ur­inn dragi úr alþjóðlegri mat­vælakreppu og lækki verð á korni en hindr­un á út­flutn­ingi korns frá Úkraínu hef­ur valdið því að verð á meðal ann­ars brauði, pasta, matarol­íu og áburði hef­ur hækkað í verði.

Razoni yf­ir­gaf suður­hluta hafn­ar­inn­ar í Ódessa í Úkraínu snemma morg­uns á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert